Raphinha og Camavinga til Manchester - Thuram til ensks toppliðs - Newcastle með plan ef Isak fer
   þri 11. október 2022 19:20
Brynjar Ingi Erluson
Klopp um ummæli Hamann: Glæsilegt, frábær heimild!
Jürgen Klopp
Jürgen Klopp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, var ekkert alltof sáttur við spurningu blaðamanns varðandi ummæli sem Dietmar Hamann, fyrrum leikmaður Liverpool, lét falla um liðið.

Hamann sagði að það vantaði allan neista í lið Liverpool og að það þyrfti fljótlega að taka umræðuna um stöðu Klopp hjá félaginu, en Klopp var spurður út í þessi ummæli á blaðamannafundinum fyrir leikinn gegn Rangers í dag.

Hamann kom inná það að Liverpool-liðið væri ólíkt sér og að það væri erfitt að eiga við andlegu hliðina eftir frábæra frammistöðu á síðustu leiktíð.

Klopp virðist sjálfur ekkert sérstaklega hrifinn af Hamann, sem er oft með umdeildar skoðanir þegar það kemur að Liverpool.

„Glæsilegt, frábær heimild. Hann er virtur alls staðar. Didi Hamann á það ekki skilið það að einhver annar noti ummæli hans, þannig spurðu þínar eigin spurningar," sagði Klopp á blaðamannafundi í dag.
Athugasemdir
banner
banner