Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 11. nóvember 2019 21:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
McTominay gæti verið frá í fjórar vikur
Scott McTominay meiddist illa undir lok leiks Manchester United og Brighton í gær. United sigraði leikinn, 3-1, sem fór fram á Old Trafford.

McTominay hefur verið í lykilhlutverki hjá United á leiktíðinni. Hann var tæpur fyrir leikinn í gær en var klár þegar kallið kom fyrir leik.

Óttast er um að miðjumaðurinn verði frá næstu fjórar vikurnar sem er mikill skellur fyrir United liðið. Ef hann verður svo lengi frá missir hann af deildarleikjum gegn Aston Villa, Sheffield United, Tottenham og Manchester City.

Þá missir hann af leiknum gegn Astana í Evrópudeildinni og verður tæpur fyrir leikinn gegn AZ Alkmaar í sömu keppni. 8-liða úrslit deildabikarsins fara þá fram um það leyti sem Scott er að snúa til baka.

McTominay var skoðaður í dag en vegna bólgu á ökklanum, þar sem hann meiddist, verður að skoða hann betur seinna í vikunni.
Athugasemdir
banner
banner