Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 11. nóvember 2020 14:00
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Íslands - Hver byrjar á vinstri kantinum?
Icelandair
Byrjar Rúnar Már á vinstri kantinum?
Byrjar Rúnar Már á vinstri kantinum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Ungverjalandi í umspili um sæti á EM klukkan 19:45 annað kvöld. Búast má við að byrjunarlið Íslands verði mjög svipað og í sigrinum á Rúmenum í síðasta mánuði.

Arnór Ingvi Traustason er fjarri góðu gamni eftir að liðsfélagi hans hjá Malmö smitaðist af kórónuveirunni. Arnór Ingvi byrjaði á vinstri kantinum gegn Rúmeníu og ljóst er nýr leikmaður verður þar á morgun.

Fótbolti.net spáir því að Rúnar Már Sigurjónsson byrji á vinstri kantinum á morgun.

Annar möguleiki er að Birkir Már Sævarsson fari í stöðu hægri bakvarðar og Guðlaugur Victor Pálsson byrji á miðjunni. Birkir Bjarnason færist við það á vinstri kantinn en hann hefur oft spilað þá stöðu með landsliðinu.

Ari Freyr Skúlason, Arnór Sigurðsson, Albert Guðmundsson eða Jón Daði Böðvarsson gætu líka byrjað á vinstri kantinum ef að Erik Hamren vill ekki hreyfa mikið við liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner