Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 11. nóvember 2020 22:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sjáðu hræðileg mistök markvarðar Real Madrid með Úkraínu
Mynd: Getty Images
Pólland vann Úkraínu 2-0 í vináttuleik í dag. Krzysztof Piatek og Jakub Moder skoruðu mörk Póllands í leiknum.

Piatek þurfti ekki að hafa mjög mikið fyrir sínu marki því Andriy Lunin, markvörður Úkraínu, færði honum það á silfurfati. Lunin kom langt út úr marki sínu og ætlaði að hreinsa boltann, eða líklegast, áætlunarverk hans er frekar óljóst.

Lunin hitti boltann alveg hræðilega þar sem boltinn fór eilítið upp í loftið og féll niður nokkrum metrum frá þeim stað sem Lunin sparkaði í hann. Boltinn féll fyrir Piotr Zielinski sem sendi boltann á opinn Piatek sem skoraði með skoti í autt markið.

Lunin er 21 árs gamall og hefur verið á mála hjá Real Madrid síðan 2018, án þess þó að hafa leikið deildarleik með félaginu. Leikurinn í dag var hans fimmti landsleikur.

Smelltu hér til að sjá mark Piatek og mistök Lunin
Athugasemdir
banner
banner