Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
   mán 11. nóvember 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Krísufundir framundan hjá Gerrard
Steven Gerrard.
Steven Gerrard.
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard mun fara á krísufund með yfirmönnum sínum hjá Al-Ettifaq í landsleikjahléinu.

Það hefur gengið mjög illa hjá Al-Ettifaq en liðið er fjórum stigum frá fallsæti í Sádi-Arabíu eftir tap síðasta föstudag.

Al-Ettifaq hefur aðeins tekið eitt stig úr síðustu sjö leikjum og stuðningsmenn eru bálreiðir. Síðasti sigurleikurinn kom fyrir tveimur mánuðum síðan.

Gerrard er samningsbundinn til janúar 2027 og mun fá risatékka ef hann verður rekinn. Hann er að fá um 15 milljónir punda í árslaun.

Ef Gerrard verður rekinn frá Al-Ettifaq, þá þykir hann líklegur til að taka við Rangers í Skotlandi. Hann stýrði áður Rangers með mjög góðum árangri en ferill hans hefur farið mikið niður á við eftir að hann hætti með Rangers.
Athugasemdir
banner
banner
banner