Landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir er í liði vikunnar í Meistaradeildinni hjá miðlinum Sofascore.
Glódís átti stórleik er Bayern München vann stórkostlegan sigur á Barcelona.
Varnarleikur Bayern var sterkur og þar var það Glódís sem fór fyrir liði Bayern.
Glódís er eini leikmaður Bayern sem er í liði vikunnar en hún var ekki eini Íslendingurinn sem skaraði fram úr í Meistaradeildinni í þessari viku.
Cloe Lacasse, sem er með íslenskan ríkisborgararétt, gerði tvennu í sigri Benfica á Rosengård og kemst einnig í lið vikunnar.
Þá gerði liðsfélagi Glódís í íslenska landsliðinu, Sveindís Jane Jónsdóttir, átti magnaða innkomu í sigri Wolfsburg á Roma. Sveindís kom inn á sem varamaður í leiknum og var í allt í öllu; hún skoraði eitt og lagði upp eitt.
Sjá einnig:
Sjáðu mörkin hjá Cloe - Svekkjandi að hún spili ekki fyrir Ísland
Glódís Perla Viggósdóttir in Sofascore's UWCL Team of the Week pic.twitter.com/P2UYz3bFca
— Bayern Frauen (@miasanfrauen) December 9, 2022
Athugasemdir