Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 08. desember 2022 09:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enn eitt dæmið um að Glódís sé í hæsta klassa í heiminum
Glódís Perla Viggósdóttir.
Glódís Perla Viggósdóttir.
Mynd: Getty Images
Landsliðskonan Glódís Perla Viggósdóttir átti stórleik er Bayern München vann stórkostlegan sigur á Barcelona í gær.

Leikurinn fór fram á Allianz Arena og var sett áhorfendamet á leik hjá kvennaliði Bayern þar sem um 24 þúsund manns mættu á leikinn.

Bayern byrjaði leikinn frábærlega og skoraði tvisvar á fyrstu 30 mínútunum. Lea Schüller kom Bayern í 3-0 eftir klukkutíma leik, áður en Geyse minnkaði muninn fyrir Börsunga.

Börsungar voru mikið í sókn í leiknum og áttu alls 21 skottilraun gegn átta tilraunum Bayern í leiknum.

Varnarleikur Bayern var sterkur og þar var það Glódís sem fór fyrir liði Bayern. Af leikmönnum sem spiluðu í varnarlínu Bayern í þessum leik þá var hún sá leikmaður sem fékk hæstu einkunnina hjá forritinu vinsæla Fotmob. Hún fær 7,9 í einkunn þar sem er mjög vel gert hjá íslensku landsliðskonunni en ýmis tölfræði er á bak við þessa einkunn.

Glódís var til að mynda með tíu hreinsanir og kláraði 82 prósent af sendingum sínum. Engin í liði Bayern var með fleiri hreinsanir (e. clearances) en Glódís.

Landsliðskonan sýndi mjög flotta varnartilburði í leiknum og var þessi frammistaða enn eitt dæmið um að hún sé komin í hæsta klassa á meðal varnarmanna í heiminum; hún er einn besti miðvörður í heimsfótboltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner