Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 12. janúar 2022 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Afríkukeppnin í dag - Fyrsta umferð riðlakeppninnar klárast
Mynd: Getty Images
Fyrsta umferð riðlakeppni Afríkumótsins klárast í dag með þremur leikjum.

Miðbaugs-Gínea mætir Fílabeinsströndinni í E-riðli. Það eru nokkrir áhugaverðir leikmenn í liði Fílabeinsstrandarinnar en þar má nefna leikmenn á borð við Wilfried Zaha leikmann Crystal Palace, Nicolas Pepe leikmann Arsenal, Willy Boly leikmann Wolves og Eric Bailly leikmann Man Utd.

Liðin eru með Alsír og Sierra Leone í riðli sem gerðu markalaust jafntefli í gær en lítið hefur verið skorað á mótinu til þessa. Aðeins einn leikur boðið uppá fleiri en eitt mark.

Í F-riðli mætast Túnis og Mali annarsvegar og Mauritania og Gambía hinsvegar.

AFRICA NATIONS CUP: Group E
19:00 Equatorial Guinea - Ivory Coast

AFRICA NATIONS CUP: Group F
13:00 Túnis - Mali
16:00 Mauritania - Gambia
Athugasemdir
banner
banner
banner