Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   mið 12. janúar 2022 18:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England - Byrjunarlið: Gollini í markinu og Lloris á bekknum
Báðir leikir byrja 18:45
Gollini byrjar hjá Tottenham.
Gollini byrjar hjá Tottenham.
Mynd: Heimasíða Tottenham Hotspur
Það er leikið bæði í enska deildabikarnum og ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Í deildabikarnum berjast Cheslea og Tottenham um sæti í úrslitaleiknum. Liðin mætast á heimavelli Tottenham í seinni leik í undanúrslitunum. Fyrri leikinn vann Chelsea 2-0 og því hefur Spurs verk að vinna í kvöld. Það eru engin útivallarmörk og því þarf Tottenham bara að vinna með tveimur mörkum - sama hvernig - til að koma leiknum í framlengingu.

Pierluigi Gollini fær tækifæri í markinu hjá Tottenham og Hugo Lloris er á bekknum. Annars er lið Spurs nokkurn veginn eins sterkt og það getur verið. Dele Alli er á bekknum; vangaveltur eru um það hvort hann sé á förum frá félaginu í þessum mánuði. Son, Steven Bergwijn, Eric Dier og Cristian Romero eru meiddir.

Það er ekki annað hægt að segja en að Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, byrji með sterkt lið. Hann ætlar sér í úrslitaleikinn. Bæði byrjunarlið má sjá hér að neðan.

Byrjunarlið Tottenham: Gollini, Emerson, Tanganga, Sanchez, Davies, Doherty, Hojbjerg, Winks, Moura, Lo Celso, Kane.
(Varamenn: Lloris, Paskotsi, Sessegnon, Rodon, Skipp, White, Dele, Gil, Scarlett)

Byrjunarlið Chelsea: Kepa, Christensen, Sarr, Rudiger, Azpilicueta, Jorginho, Kovacic, Hudson-Odoi, Mount, Lukaku, Werner.
(Varamenn: Bettinelli, Alonso, Silva, Loftus-Cheek, Saul, Havertz, Pulisic, Ziyech)

West Ham tekur á móti Norwich
Í ensku úrvalsdeildinni spilar West Ham á móti Norwich. West Ham er í fimmta sæti og er að berjast um Meistaradeildarsæti eins og er. Norwich situr á botni deildarinnar. Byrjunarliðin fyrir þann leik má sjá hér fyrir neðan.

Byrjunarlið West Ham: Fabianski, Cresswell, Coufal, Diop, Dawson, Rice, Fornals, Lanzini, Vlasic, Bowen, Antonio.
(Varamenn: Areola, Yarmolenko, Masuaku, Johnson, Kral, Alese, Ekwah, Ashby, Oko-Flex)

Byrjunarlið Norwich: Krul, Aarons, Williams, Gibson, Hanley, Lees-Melou, McLean, Placheta, Rashica, Idah, Pukki.
(Varamenn: Gunn, Byram, Dowell, Kabak, Tzolis, Sorensen, Giannoulis, Gibbs, Rowe)
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner