Sandra María Jessen er gengin í raðir Þór/KA. Þetta kemur fram á Akureyri.net þar sem má sjá mynd af Söndru og þjálfarateymi Þór/KA.
Sandra, sem er 26 ára gömul, hefur leikið síðustu þrjú tímabil með Bayer Leverkusen í Þýskalandi en mun spila á Íslandi næsta sumar.
Sandra, sem er 26 ára gömul, hefur leikið síðustu þrjú tímabil með Bayer Leverkusen í Þýskalandi en mun spila á Íslandi næsta sumar.
Sandra var fyrirliði Þór/KA síðast þegar hún lék með liðinu og eru talsverðar líkur á því að hún taki við fyrirliðabandinu þar sem Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrrum fyrirliði, er gengin í raðir Vals.
Sandra á að baki 31 landsleik og hefur í þeim skorað sex mörk.
Hún eignaðist sitt fyrsta barn á síðasta ári, eignaðist dóttur í september.
Athugasemdir