Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. janúar 2023 14:01
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Juelsgaard frá Val í Fredericia (Staðfest)
Í leik með Val í sumar.
Í leik með Val í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jesper Juelsgaard er búinn að finna sér nýtt félag eftir að samningi hans við Val var rift fyrir áramót. Samkvæmt heimildum bold í Danmörku er varnarmaðurinn að ganga í raðir Fredericia sem spilar í næstefstu deild Danmerkur.

Uppfært 14:01: Fredericia hefur kynnt Juelsgaard sem nýjan leikmann félagsins.

Samningur hans er til átján mánaða, út tímabilið 2024.

Hinn 33 ára gamli Juelsgaard var kallaður á fund hjá Val í október og hélt að það ætti að ræða við hann um fríið eftir að tímabilinu á Íslandi væri lokið. Þess í stað var honum tjáð að hann gæti skipulagt flug til Danmerkur en ekki til baka.

Arnar Grétarsson sagði svo í sjónvarpsþættinum 433 að hlaupageta Juelsgaard sem vinstri bakvörður væri ástæðan fyrir því að Daninn yrði ekki áfram hjá Val. Juelsgaard svaraði ummælum Arnars á þann veg að hann hefði spilað meira sem miðvörður og velti því fyrir sér hvort Arnar hefði einungis séð hann spila bakvörð.

Juelsgaard er fyrrum landsliðsmaður sem á ferlinum hefur leikið tæplega 300 leiki í Superliga með Midtjylland, Bröndby og AGF. Hann getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og miðvörður. Fredericia er í 10. sæti næstefstu deildar og þarf að gera vel til að halda sæti sínu í deildinni.

Sjá einnig:
„Ég gæti skipulagt flug til Danmerkur en ekki til baka"
Útskýrir af hverju Valur rifti við Juelsgaard
Juelsgaard: Veit ekki hvort Arnar hafi bara séð mig í bakverði
Athugasemdir
banner
banner
banner