Rashford gæti tekið við keflinu af Kvaratskhelia - Margir möguleikar í boði fyrir Kolo Muani - Dortmund og Lazio vilja leikmann Chelsea
   sun 12. janúar 2025 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Tvenna frá Elíasi Má dugði ekki til
Mynd: Getty Images

Elías Már Ómarsson var á skotskónum þegar NAC Breda tapaði gegn Heerenveen í hollensku deildinni í dag.


Heerenveen náði tveggja marka forystu snemma leiks en Elías náði að minnka muninn. Staðan var þó 1-3 í hálfleik.

Elías skoraði sitt annað mark þegar stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Heerenveen tókst að innsiglað 2-4 sigur með marki í uppbótatíma.

Breda er í 11. sæti með 22 stig eftir 18 umferðir. Liðið skipti um sæti við Heerenveen sem er komið í 9. sæti með 24 stig.

Birkir Bjarnason sat allan tímann á varamannabekknum þegar Brescia gerði 1-1 jafntefli gegn Sampdoria í ítölsku B deildinnii í kvöld. Brescia er með 24 stig í 13. sæti eftir 21 umferð.


Athugasemdir
banner
banner