Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fös 12. febrúar 2021 11:40
Elvar Geir Magnússon
Sindri Þór markvörður í Aftureldingu (Staðfest)
Mynd: Hulda Margrét
Markvörðurinn Sindri Þór Sigþórsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Aftureldingu.

Sindri er 22 ára gamall en hann var valinn besti markvörður 3. deildarinnar í fyrra þegar hann lék með Vængjum Júpíters.

Árið 2019 spilaði hann ellefu leiki með Haukum í 1. deildinni.

Afturelding hafnaði í áttunda sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili.

Spænski markvörðurinn Jon Tena sem hefur verið aðalmarkvörður Aftureldingar kemur ekki aftur til félagsins vegna meiðsla.


Athugasemdir
banner