Sverrir Ingi Ingason sat fyrir svörum á fréttamannafundi Panathinaikos á Bolt leikvangnum í dag. Á morgun mætast Víkingur og Panathinaikos í fyrri viðureign liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar.
Það var því vel við hæfi að gríska liðið hafi valið Sverri á þennan fund. Það er dágóður hópur grískra fjölmiðlamanna mættir til Helsinki þar sem leikurinn fer fram og var Sverrir meðal annars spurður út mótherjana frá Íslandi.
Það var því vel við hæfi að gríska liðið hafi valið Sverri á þennan fund. Það er dágóður hópur grískra fjölmiðlamanna mættir til Helsinki þar sem leikurinn fer fram og var Sverrir meðal annars spurður út mótherjana frá Íslandi.
Varar við föstum leikatriðum Víkings
Sverrir þekki þjálfara Víkings, Sölva Geir Ottesen, mjög vel enda léku þeir saman í landsliðinu á sínum tíma og þá var Sölvi í þjálfarateymi landsliðsins undir stjórn Age Hareide.
„Það er ekki vanalegt fyrir íslenskt lið að vera að spila á þessum árstíma, venjan er að spila undirbúningsleiki á þessum tíma. Við höfum verið að spila marga leiki og erum því í betra leikformi," sagði Sverrir á fundinum.
„Við getum búið okkur undir að mæta baráttuglöðu liði með blöndu af reynslumiklum leikmönnum og ungum hæfileikaríkum mönnum. Þetta verður erfiður leikur. Ég þekki þjálfarann vel, ég vann með honum í landsliðinu. Föstu leikatriðin þeirra gætu verið hættuleg og við þurfum að vera einbeittir í þeim hluta leiksins. Þeir munu leita að möguleikum á að særa okkur."
Gæði Víkings séu helst sóknarlega
Portúgalinn Rui Vitória tók við stjórnartaumunum hjá Panathinaikos í vetur. Hann er reynslumikill þjálfari sem hefur stýrt egypska landsliðinu, Spartak Moskvu, Benfica og Al Nassr í Sádi-Arabíu. Vitória tjáði sig einnig um Víkingsliðið og komandi leik á fréttamannafundinum.
„Þetta verður erfiður leikur en við viljum vinna og komast lengra í þessari keppni. Víkingur er gott lið og með gæði, sérstaklega fram á við. Þetta er lið með góða hugmyndafræði. Við þurfum að halda einbeitingu og sýna klókindi. Þetta verður af mörgum ástæðum erfiður leikur," sagði Vitória.
Leikur Víkings og Panathinaikos verður klukkan 17:45 á morgun að íslenskum tíma.
Athugasemdir