Heimild: Morgunblaðið
„Það er leiðinlegt fyrir mig að ekki sé spilað á Íslandi. Það hefði verið mikil upplifun að koma heim og spila á Íslandi í Evrópukeppni," segir landsliðsvarnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason í viðtali við Morgunblaðið.
Sverrir og félagar í gríska stórliðinu Panathinaikos mæta Víkingi á fimmtudag í fyrri viðureign liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar. Um er ræða skráðan heimaleik Víkings en vegna lélegra vallarmála á Íslandi verður spilað í Helsinki í Finnlandi.
„Kringumstæðurnar eru hins vegar eins og þær eru og þess vegna förum við til Helsinki. Það verður gaman að prófa þetta því ég hef aldrei spilað við íslenskt lið síðan ég gerðist atvinnumaður. Þetta verður skemmtileg reynsla og ég hlakka mikið til."
Sverrir og félagar í gríska stórliðinu Panathinaikos mæta Víkingi á fimmtudag í fyrri viðureign liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar. Um er ræða skráðan heimaleik Víkings en vegna lélegra vallarmála á Íslandi verður spilað í Helsinki í Finnlandi.
„Kringumstæðurnar eru hins vegar eins og þær eru og þess vegna förum við til Helsinki. Það verður gaman að prófa þetta því ég hef aldrei spilað við íslenskt lið síðan ég gerðist atvinnumaður. Þetta verður skemmtileg reynsla og ég hlakka mikið til."
Sverrir segist búast við hörkueinvígi við Víking en auðvitað er gríska liðið mun sigurstranglegra.
„Ég veit manna best að það eru góðir leikmenn í þessu liði. Ég hef spilað með einhverjum þeirra í landsliðinu og mætt þeim á atvinnumannsferlinum. Þetta eru góðir og reynslumeiri leikmenn í bland við unga leikmenn sem eru að taka sín fyrstu skref í svona einvígjum. Ég býst við hörkuleikjum og þetta verður skemmtileg upplifun. Þótt við séum sigurstranglegri verður þetta ekki auðvelt einvígi. Þeir hafa engu að tapa og munu gera allt til að sækja úrslit,“ segir Sverrir í Morgunblaðinu.
Hörður Björgvin Magnússon er einnig hjá Panathinaikos en hann er á meiðslalistanum. Leikur Víkings og Panathinaikos verður klukkan 17:45 að íslenskum tíma á fimmtudaginn.
Athugasemdir