Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 12. mars 2021 22:56
Brynjar Ingi Erluson
Everton ætlar að bjóða Gylfa nýjan samning
Ancelotti vill halda Gylfa
Ancelotti vill halda Gylfa
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Everton ætlar í samningaviðræður við íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson í sumar en Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri Everton, ræddi um þetta í dag. Það er Paul Joyce, blaðamaður á Times, sem greinir frá.

Gylfi er 31 árs gamall og hefur verið frábær með Everton frá því hann kom frá Swansea fyrir 50 milljónir punda árið 2017.

Hann hefur skorað 6 mörk og lagt upp 9 í öllum keppnum á þessari leiktíð og hefur verið afar mikilvægur í síðustu leikjum þar sem hann og brasilíski framherjinn Richarlison hafa náð vel saman.

Samningur Gylfa við Everton rennur út sumarið 2022 en það stendur til að bjóða honum nýjan samning. Framtíð Gylfa hefur mikið verið rædd og hafa bresku blöðin fullyrt að hann fari frá félaginu í sumar en Ancelotti vill halda leikmanninum.

„Við munum tala við hann um að framlengja samninginn. Ef hann er ánægður með að vera hér þá erum við ánægðir með að halda honum hér," sagði Ancelotti.


Athugasemdir
banner
banner
banner