Sir Jim Ratcliffe sagði frá því í viðtali við Gary Neville í gær að hann taldi að margir leikmenn Man Utd væru ekki nógu góðir og á of háum launum.
Í því samhengi nefndi hann Casemiro, Rasmus Höjlund og Andre Onana. Þá nefndi hann einnig Antony og Jadon Sancho sem eru á láni frá félaginu
Í því samhengi nefndi hann Casemiro, Rasmus Höjlund og Andre Onana. Þá nefndi hann einnig Antony og Jadon Sancho sem eru á láni frá félaginu
Rúben Amorim, stjóri liðsins, var spurður út í ummæli Ratcliffe á fréttamannafundi fyrir leikinn gegn Real Sociedad í Evrópudeildinni á morgun.
„Fyrst við erum hreinskilin þá eru allir, ég og allir leikmenn ekki að standa sig nægilega vel, við getum alltaf bætt það. Ég nefni sjálfan mig í þessu, margir segja að ég sé ekki nógu góður fyrir þetta félag og ég hef tilfinningu fyrir því að við getum breytt því með góðum úrslitum," sagði Amorim.
„Þið eruð að tala um leikmann eins og Casemiro sem hefur unnið allt og við vitum að þannig leikmenn geta spilað miklu betur. Það er áherslan, hann var hreinskilinn með það, áherslan er að fá hann og aðra um að skipta um skoðun."
„Ég hef alltaf fundið fyrir stuðningi frá stjórninni, sérstaklega Sir Jim. Ég get ekki sagt þér frá samtölunum en það eru einföld samtöl, skýr og hreinskilin."
Athugasemdir