Chelsea gerir tilboð í Bellingham - Stórlið vilja Wirtz - Man City gæti gert tilbið í Wharton
   mán 10. mars 2025 19:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ratcliffe: Sumir leikmenn United eru ekki nógu góðir og fá of há laun
Mynd: EPA
Sir Jim Ratcliffe, hluteigandi í Manchester United, var í löngu viðtali við Gary Neville sem var birt í dag og fór yfir allt milli himins og jarðar tengt Man Utd.

Hann sagði m.a. að sumir leikmenn liðsins væru ekki nógu góðir og væru að fá of há laun.

Hann nefndi leikmenn á borð við Casemiro, Rasmus Höjlund og Andre Onana. Þá nefndi hann einnig Antony og Jadon Sancho sem eru á láni frá félaginu

„Ef þu skoðar leikmennina sem félagið keypti í sumar, sem við keyptum ekki, Antony, Casemiro, Onana, Höjlund, Sancho. Það er í fortíðinni, hvort sme okkur líkar það betur eða verr, við höfum erft þessa hluti og þurfum að leysa þetta," sagði Ratcliffe.

„Sancho er núna að spila með Chelsea og við erum að borga helming launa hans, við erum að borga 17 milljónir punda til að kaupa hann í sumar."

Ratcliffe hefur verið að skera mikið niður hjá félaginu og látið marga starfsmenn á bakvið tjöldin fara og hefur verið gagnrýndur fyrir það. Hann sagði að það væri óhjákvæmlegt vegna fjárhagsstöðu félagsins.


Athugasemdir
banner
banner