Gary O'Driscoll er að yfirgefa Man Utd eftir aðeins átján mánuði í starfi. Hann hefur synt starfi yfirmanns læknamála hjá félaginu. Hann starfaði áður hjá Arsenal. Daily Mail greinir frá.
Þá hefur læknirinn Jim Moxon einnig sagt upp hjá Man Utd eftir tveggja ára veru. Hann mun hefja störf hjá Brighton.
Ekki er talið að brotthvarf þeirra tengist niðurskurðinum hjá Man Utd þar sem um 200 manns hafa misst starfið sitt hjá félaginu.
Brotthvarf O'Driscoll kemur mikið á óvart en hann yfirgaf Arsenal eftir 14 ára dvöl til að hefja störf hjá United í september 2023 og var talað um hann sem einn reynslumesta og virtasta leiðtoka í íþróttalækningum.
Athugasemdir