Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 12. apríl 2021 17:00
Magnús Már Einarsson
Keflavík lánar Edon í Reyni og Björn Aron í Víði (Staðfest)
Björn Aron Björnsson.
Björn Aron Björnsson.
Mynd: Keflavík
Keflavík í Pepsi Max-deildinni hefur lánað ungu leikmennina Edon Osmani og Björn Aron Björnsson.

Edon, sem er 21 árs miðjumaður, fer til Reynis Sandgerði í 2. deildinni á láni.

Björn Aron, sem er 19 ára miðjumaður, fer til Víðis Garði á láni í 3. deildinni.

Edon var í fyrra í láni hjá Víði þar sem hann skoraði fimm mörk í sautján leikjum í 2. deildinni.

Björn Aron kom við sögu í tveimur leikjum þegar Keflavík vann Lengjudeildina í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner