Ítalskir fjölmiðlar fjalla mikið um pirringinn sem einkenndi Cristiano Ronaldo í og eftir sigurleik Juventus gegn Genoa í gær.
Þrátt fyrir 3-1 sigur Juventus í leiknum var Ronaldo augljóslega allt annað en ánægður og portúgalska stórstjarnan kastaði treyju sinni á jörðina eftir lokaflautið.
Þá kýldi hann í vegg þegar hann gekk til búningsklefa.
Þrátt fyrir 3-1 sigur Juventus í leiknum var Ronaldo augljóslega allt annað en ánægður og portúgalska stórstjarnan kastaði treyju sinni á jörðina eftir lokaflautið.
Þá kýldi hann í vegg þegar hann gekk til búningsklefa.
Ronaldo skoraði ekki í leiknum og virkaði afskaplega pirraður út í samherja sína í seinni hálfleiknum þar sem hann fékk ekki mikla þjónustu.
La Gazzetta dello Sport segir að Ronaldo finnist Juventus ekki uppfylla sínar gæðakröfur og hans vilji sé að liðið styrki sig umtalsvert í sumar. Félagið getur hinsvegar ekki lofað því að stór nöfn verði keypt.
Juventus er í þriðja sæti ítölsku A-deildarinnar, tólf stigum frá toppliði Inter.
Athugasemdir