Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 12. apríl 2024 19:15
Brynjar Ingi Erluson
Víkingur fær bandarískan miðvörð (Staðfest)
Mynd: Víkingur R.
Knattspyrnudeild Víkings hefur samið við bandaríska varnarmanninn Ruby Diodati um að spila með liðinu á komandi tímabili.

Diodati er 23 ára gömul og getur leyst flest allar stöður í varnarlínunni.

Á síðasta ári spilaði hún með Gintra í Litháen en hún spilaði þar 29 leiki, skoraði 10 mörk og gaf 11 stoðsendingar er liðið varð deildarmeistari. Þá varð það einnig baltneskur meistari ásamt því að spila í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Hún hefur nú samið um að leika með bikarmeisturum Víkings í sumar en liðið er nýliði í Bestu deildinni.

Diodati spilaði áður fyrir Colgate-háskólann og síðar Michigan State, þar sem hún var valin varnarmaður ársins 2022 í Big Ten Conference.

„Við erum gríðarlega ánægð að fá Ruby til okkar. Hún er sterkur varnarmaður sem við teljum að muni smella vel inn í lið Víkings,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, um komu Diodati.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner