Markvörðurinn Ómar Castaldo er búinn að skrifa undir samning við Reyni Sandgerði og mun spila með liðinu í 3. deild í sumar.
Ómar er fæddur árið 2001 en hann lék 14 leiki með Víking Ólafsvík í 2. deild síðasta sumar. Hann gekk til liðs við Víking eftir eitt ár á Akureyri þar sem hann lék fimm leiki með Þór.
Ómar er fæddur árið 2001 en hann lék 14 leiki með Víking Ólafsvík í 2. deild síðasta sumar. Hann gekk til liðs við Víking eftir eitt ár á Akureyri þar sem hann lék fimm leiki með Þór.
Hann er uppalinn hjá KR og hóf meistaraflokksferilinn hjá KV árið 2020.
Hann hefur leikið 88 leiki á ferlinum. Þá hefur hann leikið fimm landsleiki fyrir yngri landslið Íslands.
Athugasemdir