Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 12. maí 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hver myndi ekki vilja sjá Völsung - Víði á Laugardalsvelli?"
Mynd: Fótbolti.net
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í hlaðvarpsþættinum Ástríðan sem kom út hér á Fótbolti.net í gær var rætt um 2. deildina og 3. deildina. Í upphafi þáttar var þó rætt um neðrideildar bikarkeppni eins og þekkist á Englandi. Þar myndu félög í 2.- 4. deild mætast í útsláttarkeppni.

Þáttinn má hlusta á í öllum hlaðvarpsforritum og er hann einnig aðgengilegur hér neðst í fréttinni.

Ingólfur Sigurðsson, Baldvin Már Borgarsson og Óskar Smári Haraldsson ræddu um þessa hugmynd sem kom fyrst upp í apríl.

„Persónulega finnst mér bikarkeppnin eins og hún er núna vera pínu þreytt. Að því leytinu til að þetta er svæðisskipt til að byrja með. Þór eða KA fara t.d. oftast áfram fyrir norðan," sagði Óskar Smári.

„Væri þá neðri deildar bikar fullkominn vettvangur fyrir liðin til að eiga möguleika á alvöru úrslitaleik með alvöru umgjörð, jafnvel sjónvarpsleikur og búinn væri til stemning úr þessu?" spurði Ingó.

„Það væri ógeðslega gaman fyrir þessi minni lið að geta farið langt í bikar. Það er dæmi um að 2. deildar lið komist í 8-liða úrslit í bikarnum en þá hefur það yfirleitt verið heppið með drátt og unnið kannski einn leik þar sem það er 'underdog'. Ég man ekki hvenær var eitthvað bikarævintýri á Íslandi," sagði Baldvin.

„Hver myndi ekki vilja sjá Völsung - Víði á Laugardalsvelli? Ég held að það yrði fullt af fólki sem myndu fara og horfa," sagði Óskar Smári.
Ástríðan - Sumarið framundan í 2. og 3. deild
Athugasemdir
banner
banner
banner