Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
   fim 12. maí 2022 15:00
Elvar Geir Magnússon
Osimhen við Radio Kiss Kiss: Vil vera áfram hjá Napoli og bæta mig undir Spalletti
Victor Osimhen, sóknarmaður Napoli.
Victor Osimhen, sóknarmaður Napoli.
Mynd: EPA
Victor Osimhen, sóknarmaður Napoli, segist vonast til þess að vera áfram hjá Napoli og halda áfram að bæta sig undir stjórn Luciano Spalletti.

Osimhen hefur verið orðaður við ýmis félög í ensku úrvalsdeildinni, þar á meðal Arsenal, eftir góða frammistöðu á tímabilinu. Sjálfur segist Nígeríumaðurinn vilja vera áfram hjá Napoli.

„Spalletti er toppstjóri og ég hef bætt mig mikið undir hans stjórn og aðstoðarmanna hans. Ég vona að ég haldi mig á þessari braut með þennan sama stjóra næstu ár," segir hinn 23 ára gamli Osimhen í samtali við Radio Kiss Kiss.

„Ég vil enda þetta tímabil á eins góðan hátt og er mögulegt og get lofað stuðningsmönnum að við berjumst um ítalska meistaratitilinn á næsta tímabili."

Osimhen hefur skorað þrettán mörk í 24 leikjum í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili en Napoli er í þriðja sæti.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 17 13 0 4 38 15 +23 39
2 Milan 17 11 5 1 28 13 +15 38
3 Napoli 17 12 1 4 26 13 +13 37
4 Juventus 19 10 6 3 27 16 +11 36
5 Roma 19 12 0 7 22 12 +10 36
6 Como 18 9 6 3 26 12 +14 33
7 Bologna 17 7 5 5 25 17 +8 26
8 Atalanta 18 6 7 5 21 19 +2 25
9 Lazio 18 6 6 6 18 14 +4 24
10 Sassuolo 19 6 5 8 23 25 -2 23
11 Torino 18 6 5 7 20 28 -8 23
12 Udinese 18 6 4 8 18 29 -11 22
13 Cremonese 18 5 6 7 18 21 -3 21
14 Cagliari 18 4 6 8 19 25 -6 18
15 Parma 17 4 6 7 12 19 -7 18
16 Lecce 18 4 5 9 12 25 -13 17
17 Genoa 18 3 6 9 18 28 -10 15
18 Fiorentina 18 2 6 10 18 28 -10 12
19 Verona 17 2 6 9 13 28 -15 12
20 Pisa 19 1 9 9 13 28 -15 12
Athugasemdir
banner
banner
banner