Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 12. maí 2022 18:00
Elvar Geir Magnússon
Scott Brown er nýr stjóri Fleetwood (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Scott Brown hefur verið ráðinn nýr stjóri enska C-deildarliðsins Fleetwood Town en þetta er hans fyrsta stjórastarf.

Brown er 36 ára og er fyrrum fyrirliði Cletic en lauk leikmannaferlinum hjá Aberdeen.

Hann stefnir á að koma Fleetwood upp í Championship-deildina.

Brown vann 23 stóra titla hjá Celtic en yfirgaf félagið í fyrra til að ganga í raðir Aberdeen þar sem hann var hluti af þjálfarateyminu meðfram því að spila fyrir liðið.

„Það hefur lengi verið hugur minn að verða stjóri og ég get ekki beðið eftir því að hitta leikmenn og starfsliðið og hefjast handa," segir Brown.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner