Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 12. maí 2023 10:59
Elvar Geir Magnússon
Eldri flokkar Þróttar herja á Skotland
Öflugur leikmannahópur Þróttar.
Öflugur leikmannahópur Þróttar.
Mynd: Þróttur
Hátt í 40 leikmenn eldri flokka Þróttar halda í sína árlegu keppnisferð félagsins til Skotlands dagana 17.-21. maí. Þetta er í fjórða skiptið sem oldboys Þróttar halda í víking af þessu tagi og ferðirnar eru jafnan fjölmennar.

Í fyrri heimsóknum hafa Þróttarar att kappi við aðra heldri borgara á heimavöllum liða í efstu deildum Skotlands, ásamt því að sækja Sunderland heim og spila á hinum 50 þúsund manna velli félagsins. Oldboys Þróttar er eitt af grasrótarverkefnum ársins hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

Að þessu sinni verður annars vegar spilað við Denny Warriors FC á Newton Park, heimavelli Bo'ness United, nálægt Falkirk, og hins vegar við Edinburgh Giants FC á Oriam-vellinum í Edinborg. Jafnframt taka Þróttararnir þátt í alþjóðlega knattspyrnumótinu International Lava Cup 2023 á fyrrnefndum Newton Park.

Liðin sem taka þátt í Lava Cup eru Aberdeen Legends, Berwick Rangers Seniors, Dunfermline, Falkirk, Hibernian, Ness, Northern Ireland Vets, Orkney Islands og Þróttur, sem þetta árið mætir með fjögur lið til leiks og á titil að verja síðan 2022 þegar að mótið fór fyrst fram.

Lava Cup 2023 er haldið til styrktar Scotland National CP Football Team, sem er landslið leikmanna með heilalömun. Styrktaraðilar mótsins eru J10 Performance Football, Bo'ness Newtown Park Association, Denholm Environmental, Falkirk Foundation FFIT, Hebridean Minibus Service, Bo'ness Chemical Workers Social Club og Point and Sandwick Trust.

Oldboys-hópur Þróttar telur hátt í 200 iðkendur og boðið er upp á níu æfingar á viku allt árið um kring fyrir félagsmenn. Náin tengsl Þróttara við Skotland hafa þróast um áratuga skeið. Fyrst gegnum samskipti og gagnkvæmar liðsheimsóknir Þróttar og skoskra liða, sem David Moyes eldri stýrði gjarnan, en undanfarin fimm ár með árlegum keppnisferðum oldboys til Skotlands undir stjórn Marc Boal, Íslandsvinar frá Aberdeen.
Athugasemdir
banner
banner