Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 12. maí 2023 12:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Stóri Sam elskar að mæta Newcastle - Hægt að sjá áhrifin
Mynd: Getty Images
Newcastle mætir Leeds í ensku úrvalsdeildinni í hádegisleik morgundagsins. Sam Allardyce er fyrrum stjóri Newcastle (2007-08) en hann er í dag stjóri Leeds, tók við liðinu á dögunum.

Eddie Howe, stjóri Newcastle, tjáði sig um leikinn á morgun á fréttamannafundi í dag.

„Það verður magnað andrúmsloft á Elland Road. Það er frábær staður til að spila á og við verðum að vera tilbúnir fyrir það sem mætir okkur þar. Fyrstu 15-20 mínúturnar verða mjög mikilvægar upp á framhaldið í leiknum."

Allardyce hefur unnið fleiri leiki gegn Newcastle en öðrum liðum á sínum ferli í úrvalsdeildinni, eða 13 talsins. Í átta síðustu störfum hefur hann unnið fyrsta heimaleikinn alls fimm sinnum.

„Við sáum nóg (í tapinu gegn Manchester City) til að segja að það sé það sem Sam mun gefa liðinu - skýr skipulagning, skýrt upplegg og augljós hugmyndafræði bæði með og án bolta. Þegar maður lítur til baka á þann leik þá sjást áhrifin sem hann hefur haft á skömmum tíma," sagði Howe.

Allardyce sjálfur sagði í gær á fréttamannafundi að hans lið mætti alls ekki tapa leiknum á morgun.

Leeds er í harðri fallbaráttu á meðan Newcastle getur farið langt með að tryggja sér Meistaradeildarsæti.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Brentford 34 9 8 17 49 58 -9 35
15 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 34 6 7 21 46 72 -26 25
19 Burnley 34 5 8 21 35 69 -34 23
20 Sheffield Utd 33 3 7 23 31 86 -55 16
Athugasemdir
banner