Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 12. júní 2016 16:31
Baldvin Kári Magnússon
Jóhann Helgi: Birkir skoraði flottara mark en Ágúst þannig boltinn er hjá honum
Jóhann skoraði sigurmark Þórs á 93.mínútu
Jóhann skoraði sigurmark Þórs á 93.mínútu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
„Bróðir minn á afmæli í dag og ég tímdi ekki að gefa honum afmælisgjöf þannig að það er best að gera þetta bara svona.“ Sagði Jóhann Helgi Hannesson léttur í bragði eftir að hafa skorað sigurmark Þórsara gegn Huginn á 93.mínútu leiksins.

Lestu um leikinn: Þór 2 -  1 Huginn

„Við gerðum það sem við ætluðum ekki að gera. Fengum á okkur mark þegar við vitum að þeir eru góðir í að halda boltanum. Við hefðum þurft að skora fyrsta markið til að vera með undirtökin í leiknum.“

Jóhann sagði lið Hugins hafa spilað vel: „Huginn er með mjög gott lið og eru með betra lið en taflan segir. Þeir verjast vel og eru bara góðir í fótbolta þessir gæjar og þó að þeir hafi verið að koma upp er þetta lið sem má ekki vanmeta.“

Birkir Heimisson skoraði fyrsta mark Þórs beint úr aukaspyrnu. Aðspurður sagði Jóhann þetta: „Ágúst vinur hanns er búinn að vera skora hjá Blikum þannig að það var komin smá pressa á hann. Hann svaraði núna með flottara marki en Gústi þannig að boltinn er hjá Ágústi núna.“

Nánar er rætt við Jóhann í spilaranum fyrir ofan
Athugasemdir
banner