Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
banner
   mið 12. júní 2024 18:26
Ívan Guðjón Baldursson
Lazio festir kaup á Guendouzi (Staðfest)
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Mattéo Guendouzi er samningsbundinn Lazio næstu fjögur árin eftir að liðið endaði í efri hluta Serie A deildar ítalska boltans á nýliðinni leiktíð.

Guendouzi gekk til liðs við Lazio á lánssamningi frá Marseille og var ekki lengi að festa sig í sessi í byrjunarliðinu undir stjórn Maurizio Sarri.

Guendouzi hélt byrjunarliðssætinu er Lazio skipti um þjálfara á miðri leiktíð og kom hann í heildina að 7 mörkum í 50 leikjum.

Í lánssamningi Guendouzi við Lazio var sérstakt ákvæði sem gerði það að verkum að Lazio þurfti að festa kaup á miðjumanninum um leið og liðið hafði tryggt sér sæti í efri hluta deildarinnar.

Lazio borgar í heildina um 20 milljónir evra til að kaupa Guendouzi, sem er 25 ára gamall og var hjá Arsenal áður en hann gekk til liðs við Marseille.

Guendouzi á 8 A-landsleiki að baki fyrir Frakkland eftir að hafa verið lykilmaður í U18 og U21 liðunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner