Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 12. júlí 2020 15:17
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
England: Villa nýtti hjálparhönd VAR - Brekkan áfram brött
Mynd: Getty Images
Aston Villa 2 - 0 Crystal Palace
1-0 Trezeguet ('45 )
2-0 Trezeguet ('59 )

Aston Villa vann sinn fyrsta sigur síðan í janúar þegar liðið sigraði Crystal Palace á heimavelli í dag.

Aston Vill var fyrir leikinn búið að tapa níu leikjum og gera tvö jafntefli í síðustu ellefu leikjum sínum. Ekki byrjaði leikurinn vel fyrir heimamenn því Mamadou Sakho skoraði mark fyrir Palace á 8. mínútu en VAR kom heimamönnum til bjargar og dæmdi markið af.

Sjá einnig:
Mark ranglega dæmt af Sakho? - „Önnur hræðileg ákvörðun VAR dómara"

Trezeguet, næstmarkahæsti leikmaður Villa á leiktíðinni, skoraði bæði mörk heimamanna sitthvoru megin við leikhlé. Það fyrra koma á fjórðu mínútu uppbótartíma í fyrri hálfleik og það seinna eftir undirbúning Conor Hourihane á 59. mínútu.

Villa sigrar og heldur í fyrsta sinn hreinu síðan gegn Sheffield þegar marklínutæknin kom liðinu til bjargar. Villa fer upp í 18. sæti deildarinnar en er enn fjórum stigum frá Watford og West Ham sem eru í sætunum fyrir ofan. Crystal Palace er öruggt með sitt sæti í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner