Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
Fred stoðsendingahæstur: Myndi vilja hafa Rúnar með mér á miðjunni
Benoný kominn með gullskóinn: Var ákveðinn í að slá þetta met
Viktor flytur á Akranes og framlengir út 2027
„Ég fer að grenja að tala um það"
Dóri Árna: Ekki verið nálægt því að tapa síðan einhvern tímann í júní
Höskuldur: Þetta er epísk sögulína
Andri Rafn: Maður er náttúrulega bara í einhverjum graut eftir þetta
„Fannst við eiga að vinna stærra"
Aron Bjarna: Ennþá að meðtaka þetta
Sölvi Geir: Því miður féll þetta bara ekki með okkur
Damir: Við pökkuðum þeim bara saman
Davíð Ingvars: Það verður partý fram á nótt
„Tveir úrslitaleikir og núll titlar er ekki nógu gott"
Arnór Gauti svaraði Eyþóri Wöhler: Stórt shout á saununa í Lágó
Kiddi Steindórs: Stundum þarf vondi kallinn að sigra
Ísak Snær: Tvö tímabil tveir titlar, ekki slæm tölfræði."
Daníel Laxdal heiðraður sem goðsögn Stjörnunnar: Kom bara eitt lið til greina
Leifur niðurbrotinn eftir skell og fall: Mér líður hræðilega
Hilmar Árni heiðraður eftir síðasta leikinn: Þetta var tilfinningaríkt
Þórarinn Ingi: Ég ætla ekki að gefa út strax að maður sé hættur
banner
   fös 12. júlí 2024 21:56
Kjartan Leifur Sigurðsson
Halli Hróðmars: Okkur vantaði púðrið til að keppa við ÍR
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Mér fannst ég skynja þreytu í fyrsta sinn síðan að ég tók við. Vorum ekki tilbúnir í slagsmál. Mörkin voru ekkert sérstök en heilt yfir áttum við ekki mikið skilið." Segir Haraldur Hróðmarsson, þjálfari Grindavíkur, eftir 3-0 tap gegn ÍR í kvöld.

Lestu um leikinn: ÍR 3 -  0 Grindavík

ÍR átti betri fyrri hálfleik og tók síðan bara ennþá meiri yfir í seinni hálfleik.

„Verri eða ekki verri, við skorum bara klaufalegt sjálfsmark í uppahafi seinni hálfleiks. Við gerum svo aulamistök í öðru markinu og þá er þetta farið langleiðina frá okkur. ÍR eru öflugir og kraftmiklir og okkur vantaði púðrið til að keppa við þá."

Mikið leikjaálag hefur verið á Grindavík en liðið spilaði frestaðan leik við Þór á mánudaginn.

„Mig langar ekki að skrá þetta á leikjaálagið en þetta var líklega andleg þreyta eftir Þórsleikinn, það skiptir máli að við höfum spilað á fjögurra daga fresti fimm leiki í röð."

Félagsskipaglugginn er að opna og spurning hvort að Grindavík nýti sér það til að styrkja hópinn.

„Það verða smávægilegar breytingar. Einn til tveir fara frá okkur og einn til tveir í viðbót koma inn en þetta er ekki á því stigi að ég nefni nöfn."
Athugasemdir
banner
banner