Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 12. ágúst 2020 12:00
Fótbolti.net
Meistaraspáin - Heldur ævintýri Atalanta áfram gegn PSG?
Atalanta mætir PSG í kvöld.
Atalanta mætir PSG í kvöld.
Mynd: Getty Images
PSG fagnar marki.
PSG fagnar marki.
Mynd: Getty Images
8-liða úrslitin í Meistaradeildinni hefjast í kvöld klukkan 19:00 þegar Atalanta og PSG mætast. Ekki er leikið heima og að heiman í 8-liða úrslitunum heldur fara allir leikirnir fram í Portúgal og leikið er til þrautar.

Meistaraspáin er klár fyrir kvöldið. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást 3 stig en 1 stig ef rétt tákn er á leiknum.

Kristján Guðmundsson

Atalanta 2 - 1 PSG
Afar forvitnilegur og fyrirfram mjög spennandi leikur. Líklega stærsti leikur Neymars á ferlinum með PSG en hann verður að sanna sig með liðinu og vinna Meistaradeildina. Bæði lið munu leggja áherslu á að sækja upp vinstri kantinn, PSG með Neymar og Atalanta með því að koma Gosens í fyrirgjafastöðu við endalínu. Verulega spennandi einvígi.

Óli Stefán Flóventsson

Atalanta 2 - 1 PSG
Eitt af mínum uppáhalds liðum Atalanta hefur heldur betur slegið í gegn í ár. Þeir hafa skorað mest í Evrópu enda spila þeir hápressu, há ákefðar fótbolta í 3-4-1-2 kerfinu góða. PSG leggja mikið í meistaradeildina og allt púður lagt í að koma sér áfram í þessu einvígi. Ég ætla hins vegar að segja að Gasperini komi sínum mönnum áfram með ótrúlegri kænsku og vinni 2-1. Gomez og Ilicic skora fyrir Atalanta en Icardi fyrir PSG.

Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson

Atalanta 3 - 2 PSG
Atalanta er eitt skemmtilegasta lið Evrópu og þeirra ævintýri í Meistaradeildinni mun halda áfram í kvöld. Það vantar lykilmenn í bæði lið, en ég held að þrátt fyrir það verði þetta mjög skemmtilegur leikur tveggja öflugra liða. Þetta verður spennandi, en í leiklok mun mikil gleði á meðal leikmanna ítalska félagsins. PSG veldur enn og aftur vonbrigðum í Meistaradeildinni og Atalanta kemst í undanúrslitin.

Staðan í heildarkeppninni:
Fótbolti.net - 13 stig
Kristján Guðmundsson - 8 stig
Óli Stefán Flóventsson - 8 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner