Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   fös 12. ágúst 2022 23:16
Mist Rúnarsdóttir
Adda: Liðsheildarsigur í dag
Kvenaboltinn
Adda og félagar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með öflugum útisigri á Stjörnunni
Adda og félagar tryggðu sér sæti í bikarúrslitum með öflugum útisigri á Stjörnunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er langt síðan að Valur hefur farið í bikarúrslitaleik. Þetta er bara stefnan og okkur líður ofboðslega vel. Þetta var góður liðsheildarsigur í dag og það er gott að fara með þetta inn í Evrópuverkefnið sem við förum í á sunnudaginn,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, miðvallarleikmaður Vals, eftir sterkan útisigur á Stjörnunni í undanúrslitum bikarsins.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  3 Valur

Aðspurð um uppleggið fyrir leikinn sagði Ásgerður að leikskipulagið hefði gengið fullkomlega upp.

„Nákvæmlega það sem við gerðum. Við lögðum þennan leik virkilega vel upp. Lokuðum þeim svæðum sem við vissum að þær vildu fara í og við erum með ofboðslega klóka og góða leikmenn uppi á topp þannig að leikurinn spilaðist bara nákvæmlega eins og við vildum að hann myndi spilast.“

Valsliðið hefur verið gríðarlega öflugt í sumar og er í toppmálum. Valskonur eru á toppi Bestu-deildarinnar, eru komnar í bikarúrslit og á leið í Meistaradeildina.

„Þetta er ótrúlega gaman. Við erum að spila vel og erum að nýta allt sem við þurfum að nýta. Erum með stóran og góðan hóp og höfum náð að spila honum vel í sumar. Við erum bara spenntar. Það er fínt að fara í bikarinn og fara svo út í þetta Evrópuævintýri. Það verður bara gaman,“ sagði Ásgerður Stefanía sem vonast til að fá betra veður þegar á meginlandið verður komið.

Nánar er rætt við miðjumanninn reynslumikla í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner