Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Berjast nágrannafélögin um Donnarumma?
Gianluigi Donnarumma.
Gianluigi Donnarumma.
Mynd: EPA
Gianluigi Donnarumma er ekki inn í myndinni hjá Paris Saint-Germain eftir að hann vildi ekki gera nýjan samning við félagið. PSG hefur sótt nýjan markvörð frá Lille sem félagið lítur á sem nýjan aðalmarkvörð sinn.

Donnarumma hefur undanfarin misseri verið besti markvörður í heimi en hann var algjör lykilmaður þegar PSG vann Meistaradeildina á síðasta tímabili.

Hann hefur síðustu daga verið orðaður við Manchester United en núna virðist Manchester City ætla að blanda sér í baráttuna.

Samkvæmt Fabrizio Romano hefur Man City spurst fyrir Donnarumma. PSG er að biðja um 50 milljónir evra fyrir hann.

Man City hefur þegar keypt James Trafford í sumar en það er enn möguleiki á því að Ederson fari til Tyrklands. Ef það gerist, þá er Donnarumma efstur á listanum.
Athugasemdir
banner