Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bo Henriksen hefur áhuga á leikmanni sem mætir Víkingi
Bo Henriksen.
Bo Henriksen.
Mynd: EPA
Bo Henriksen, stjóri Mainz í Þýskalandi, hefur áhuga á því að krækja í Nicolai Vallys frá Bröndby í Danmörku.

Það segir kannski mikið um gæðin sem leikmenn Bröndby búa yfir að félag í þýsku úrvalsdeildinni sé að fylgjast með þeim. Vallys, sem er í treyju númer 7, spilaði allan leikinn í 3-0 tapi gegn Bröndby í síðustu viku og verður væntanlega í liðinu líka á fimmtudaginn enda mikill lykilmaður.

Vallys skrifaði nýverið undir framlengingu á samningi sínum við Bröndby en samt sem áður hefur Mainz áhuga á honum.

„Hann er mjög, mjög, mjög hæfileikaríkur leikmaður," sagði Henriksen sem spilaði með ÍBV, Fram og Val á leikmannaferli sínum.

Mainz hafnaði í sjötta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner