Hvert fer Salah? - Wharton vill Meistaradeild - Ederson til Liverpool eða Barca - Arsenal og Real berjast um Yildiz
   þri 12. ágúst 2025 15:30
Elvar Geir Magnússon
Gengur ekkert að selja Vlahovic
Mynd: EPA
Útlit er fyrir að Dusan Vlahovic sitji út síðasta ár samnings síns hjá Juventus og yfirgefi félagið svo á frjálsri sölu næsta sumar.

Juventus hefur reynt að selja hann í sumar en ekkert formlegt tilboð hefur borist í serbneska sóknarmanninn.

Vlahovic mun samkvæmt fréttum þéna 12 milljónir evra á lokaári samnings síns og er launahæsti leikmaður deildarinnar.

Juventus hefur þegar fengið kanadíska landsliðsmanninn Jonathan David í sumar og vill einnig fá Randal Kolo Muani til félagsins en hann lék fyrir Juve á lánssamning á síðasta tímabili.

AC Milan, Fenerbahce og félög í Sádi-Arabíu hafa sýnt Vlahovic áhuga en ekkert af félögunum hafa farið lengra með áhugann enn sem komið er.

Vlahovic gæti því setið út síðasta ár samnings síns hjá Juventus og orðið í hlutverki þriðja sóknarmanns.
Athugasemdir
banner