Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 15:41
Elvar Geir Magnússon
Grealish til Everton á láni (Staðfest)
Jack Grealish í treyju Everton.
Jack Grealish í treyju Everton.
Mynd: Everton
Jack Grealish er kominn til Everton á lánssamningi frá Manchester City út komandi tímabil.

Þessi 29 ára leikmaður er sjötti leikmaðurinn sem Everton fær til sín í sumar; á eftir Kiernan Dewsbury-Hall, Charly Alcaraz, Thierno Barry, Mark Travers og Adam Aznou.

„Ég er hæstánægður með að hafa skrifað undir hjá Everton, það er risastórt fyrir mig. Þetta er frábært félag með frábæra stuðningsmenn. Ég hef fengið flóð af skilaboðum frá stuðningsmönnum," segir Grealish.

Þessi 29 ára leikmaður var ekki í plönum Pep Guardiola sem skildi hann eftir utan hóps á HM félagsliða.

Grealish lék 32 leiki í öllum keppnum fyrir Man City á síðasta tímabili en aðeins helming þeirra sem byrjunarliðsmaður.

Grealish kom til City frá Aston Villa á metfé 2021 og hefur spilað 157 leiki fyrir félagið, skorað 17 mörk og átt 23 stoðsendingar. Hann hefur unnið þrjá Englandsmeistaratitla, Meistaradeildina og FA-bikarinn á tíma sínum hjá félaginu.


Athugasemdir
banner