Grealish samþykkir að fara til Everton - Guehi er til sölu fyrir rétt verð - Milan í viðræðum um Höjlund
   þri 12. ágúst 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Grótta fékk tvo unga frá Val (Staðfest)
Mynd: Grótta
Grótta náði að bæta tveimur efnilegum leikmönnum við hópinn hjá sér rétt fyrri gluggalok. Famundan er lokaspretturinn á tímabilinu.

Elmar Freyr Hauksson og Þórður Sveinn Einarsson eru komnir til félagsins en þeir eru báðir fæddir 2006 og koma úr röðum Vals. Elmar kemur alfarið og Þórður kemur á láni.

Elmar og Þórður búa ekki yfir mikilli reynslu með meistaraflokki en fá núna að spreyta sig í 2. deildinni í fyrsta sinn á ferlinum.

Þórður Sveinn hefur nú þegar tekið þátt í tveimur leikjum með Gróttu í sumar, tapleik í deildinni og sigri í Fótbolta.net bikarnum.

Grótta er komin í undanúrslit Fótbolta.net bikarsins auk þess að vera í toppbaráttu í gríðarlega jafnri 2. deild.

„Grótta býður þá Elmar og Þórð hjartanlega velkomna á Nesið og þakkar Val fyrir góð og fagmannleg samskipti í tengslum við félagaskiptin," segir meðal annars í tilkynningu frá Gróttu.


2. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ægir 16 11 2 3 48 - 24 +24 35
2.    Dalvík/Reynir 16 9 2 5 29 - 15 +14 29
3.    Þróttur V. 16 8 3 5 23 - 19 +4 27
4.    Grótta 16 7 5 4 24 - 18 +6 26
5.    Víkingur Ó. 16 7 4 5 32 - 25 +7 25
6.    Haukar 16 7 3 6 28 - 28 0 24
7.    Kormákur/Hvöt 16 8 0 8 24 - 29 -5 24
8.    KFA 16 6 3 7 38 - 36 +2 21
9.    KFG 16 6 2 8 27 - 35 -8 20
10.    Kári 16 5 0 11 20 - 39 -19 15
11.    Höttur/Huginn 16 3 5 8 20 - 35 -15 14
12.    Víðir 16 3 3 10 19 - 29 -10 12
Athugasemdir
banner