Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 09:43
Elvar Geir Magnússon
Harðákveðinn í að fara til Liverpool
Mynd: EPA
Alexander Isak er sagður harðákveðinn í að ganga í raðir Liverpool áður en félagaskiptaglugganum verður lokað þann 1. september.

Sænski leikmaðurinn hefur engan áhuga á að spila fyrir Newcastle aftur og hefur hafnað möguleika á að æfa með hópnum að nýju.

Í upphafi mánaðarins hafnaði Newcastle 110 milljóna punda tilboði Liverpool í Isak.

Hann fór ekki með Newcastle í æfingaferð á undirbúningstímabilinu og ljóst að hann verður ekki með í fyrsta leik liðsins í ensku úrvalsdeildinni, hádegisleiknum gegn Aston Villa á laugardag.

„Ég er að reyna að stjórna ástandinu og liði mínu, það er það sem skiptir máli. Ef það væri auðvelt að breyta hans afstöðu, þá hefði ég gert það í gær," segir Eddie Howe, stjóri Newcastle.
Athugasemdir
banner
banner