Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Illia Zabarnyi til PSG (Staðfest)
Mynd: PSG
Evrópumeistararnir í PSG staðfestu í morgun að varnarmaðurinn Illia Zabarnyi væri kominn til félagsins frá Bournemouth. Hann er keyptur á 63 milljónir evra og gæti verðið hækkað um 3 milljónir til viðbótar.

Þessi 22 ára úkraínski miðvörður gerði fimm ára samning við PSG. Hann lék 36 leiki fyrir Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og vakti athygli fyrir vasklega framgöngu.

Zabarnyi er þriðji varnarmaðurinn sem Bournemouth selur fyrir háar fjárhæðir í sumar. Dean Huijsen var seldur til Real Madrid fyrir 50 milljónir punda og Milos Kerkez til Liverpool á 40 milljónir.


Athugasemdir
banner