Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 10:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ingibjörg seld til Freiburg (Staðfest)
Kvenaboltinn
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir er gengin í raðir þýska félagsins Freiburg.

Hún yfirgefur Bröndby óvænt og skrifar undir samning við Freiburg sem endaði í fimmta sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.

„Við erum hæstánægð að Ingibjörg sé komin til okkar," segir Birgit Bauer-Schick, yfirmaður kvennaboltans hjá Freiburg.

„Deildin og félagið heillaði mig strax. Bundesligan er afar sterk deild og ég hlakka til að deila reynslu minni í leikjum Freiburg," segir Ingibjörg.

Ingibjörg þekkir þýsku úrvalsdeildina eftir að hafa áður spilað með Duisburg.

Freiburg er félag sem er á mikilli uppleið og var í efri hluta þýsku deildarinnar á síðustu leiktíð. Þýska deildin er ein sú sterkasta í Evrópu.
Athugasemdir
banner