Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 12:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Maður borgar sig inn til að sjá svona gæja"
Amin Cosic.
Amin Cosic.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, faðmar hér Amin.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, faðmar hér Amin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Amin Cosic hefur komið frábærlega inn í lið KR í síðustu leikjum. Hann var keyptur frá Njarðvík fyrir nokkrum vikum síðan og kom yfir í Vesturbæinn í síðasta mánuði þegar félagaskiptaglugginn opnaði.

Amin er uppalinn í HK en fékk ekki þau tækifæri sem hann vildi í meistaraflokknum þar og ákvað að fara yfir í Njarðvík þar sem hann blómstraði.

Núna er hann svo að byrja vel í Vesturbænum, afar skemmtilegur kantmaður sem gaman er að horfa á spila fótbolta. Hann er virkilega áræðinn og er óhræddur við að taka menn á.

„Gott 'scouting' með Amin Cosic því það er ekki eins og hann hafi verið í Lengjudeildinni fyrir mánuði síðan, mér finnst hann hafa verið frábær," sagði Benedikt Bóas Hinriksson í Innkastinu í gær.

„Ég er mjög hrifinn af honum, hann er skemmtilegur leikmaður," sagði Valur Gunnarsson.

„Maður borgar sig inn til að sjá svona gæja. Hann virkar mjög heilsteyptur og flottur."

Sá strax að það væri eitthvað þarna
Gunnar Heiðar Þorvaldsson fékk Amin Cosic í Njarðvík á sínum tíma. Hann talaði skemmtilega um leikmanni í útvarpsþættinum Fótbolti.net í júní síðastliðnum þegar ljóst var að Amin myndi fara yfir í KR.

„Ég fékk hann í hendurnar fyrir einu og hálfu ári síðan mjög brotinn ungan strák en ég sá strax að það væri eitthvað þarna, það var einhver X-faktor þarna sem ég sá allavega. Bæði ég og teymið mitt erum búin að vera vinna markvisst að því gera hann að eins góðum leikmanni og hægt er og láta hann trúa á það hvað hann er góður þegar hann vill og hann er búinn að sýna það finnst mér," sagði Gunnar Heiðar.

„Við hefðum viljað halda honum áfram og klára þetta mót almennilega með okkur en það er eins og það er bara," sagði þjálfari Njarðvíkinga sem eru að berjast um að komast upp í Bestu deildina.
Innkastið - Setti enni í enni og kveikti í sínu liði
Athugasemdir
banner