Jadon Sancho er í frystikistunni hjá Manchester United og er einn af þeim leikmönnum sem hafa verið að æfa einir en ekki með liðinu á undirbúningstímabilinu.
Viðræður hafa verið við Borussia Dortmund og Juventus í sumar en þær hafa litlu skilað. Framtíð þessa 25 ára leikmanns er í óvissu eftir að Chelsea ákvað að borga 5 milljónir punda til að koma í veg fyrir að þurfa að kaupa hann fyrir 25 milljónir.
Sancho lék á lánssamningi hjá Chelsea á síðasta tímabili en stóð ekki undir væntingum.
Viðræður hafa verið við Borussia Dortmund og Juventus í sumar en þær hafa litlu skilað. Framtíð þessa 25 ára leikmanns er í óvissu eftir að Chelsea ákvað að borga 5 milljónir punda til að koma í veg fyrir að þurfa að kaupa hann fyrir 25 milljónir.
Sancho lék á lánssamningi hjá Chelsea á síðasta tímabili en stóð ekki undir væntingum.
Dortmund er tvístígandi í aðgerðum sínum og þá er Juventus í þeirri stöðu að þurfa fyrsta að selja áður en félagið getur mögulega gert tilboð í leikmanninn.
Tvö ný félög eru þó sögð hafa bæst í hóp þeirra sem sýna Sancho áhuga, ítalska félagið Roma og tyrkneska félagið Besiktas.
Gian Piero Gasperini, nýr stjóri Roma, er sagður hrifinn af Sancho en enn er ekki víst hvort formlegt tilboð berist frá ítölsku höfuðborginni. Stjóri Besiktas er Ole Gunnar Solskjær sem þekkir Sancho vel frá United.
Athugasemdir