Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 14:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sesko á lægri launum en Gyökeres
Benjamin Sesko.
Benjamin Sesko.
Mynd: Manchester United
Benjamin Sesko verður á mun lægri launum hjá Manchester United en Viktor Gyökeres hjá Arsenal.

Sesko var líka á óskalista Arsenal og þá hafnaði hann stærri samning hjá Newcastle til að ganga í raðir Man Utd.

Hinn 22 ára gamli Sesko mun fá um 160 þúsund pund í vikulaun hjá United samkvæmt Mirror eða um 8,3 milljónir punda á ári. Sesko verður ekki á meðal launahæstu leikmanna United þar sem Casemiro er launahæstur með um 350 þúsund pund í vikulaun.

Gyökeres, sem var keyptur til Arsenal í sumar, mun fá 200 þúsund pund í vikulaun eða um 10,4 milljónir punda á ári. Aðeins Martin Ödegaard, Declan Rice, Gabriel Jesus og Kai Havertz fá hærri laun hjá Lundúnafélaginu.

Það skal þó tekið fram að Sesko var keyptur á stærri upphæð, um á 73 milljónir punda á meðan Gyökeres var keyptur á 64 milljónir punda.

Þessir tveir spennandi framherjar mætast í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn og verður gaman að sjá hvernig það fer.
Athugasemdir
banner