Félagaskiptaglugginn lokar annað kvöld og á botni Bestu deildarinnar situr ÍA. Þrátt fyrir það ætlar ÍA ekki að reyna styrkja hópinn sinn frekar.
Fótbolti.net heyrði í Ingimar Elí Hlynssyni, framvæmdastjóra ÍA, og var hann spurður út í stöðu mála.
Fótbolti.net heyrði í Ingimar Elí Hlynssyni, framvæmdastjóra ÍA, og var hann spurður út í stöðu mála.
„Það er ekki neitt í gangi hjá okkur, við erum bara í því að bretta upp ermar og vinna harðar á æfingasvæðinu," segir Ingimar.
„Við erum að endurheimta Steinar Þorsteinsson, hann spilaði síðustu mínúturnar í gær, hann er eins og nýr leikmaður fyrir okkur," segir Ingimar.
ÍA sótti þá Jonas Gemmer frá Danmörku og Birni Breka Burknason frá HK í glugganum og Oliver Stefánsson fór til Póllands. Þar fyrir utan er hópurinn óbreyttur.
ÍA er fjórum stigum, og markatölu, frá öruggu sæti í deildinni þegar níu umferðir eru eftir. Næsti leikur ÍA verður á heimavelli gegn Víkingi á sunnudag.
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 18 | 11 | 4 | 3 | 46 - 24 | +22 | 37 |
2. Víkingur R. | 18 | 9 | 5 | 4 | 33 - 24 | +9 | 32 |
3. Breiðablik | 18 | 9 | 5 | 4 | 30 - 24 | +6 | 32 |
4. Stjarnan | 18 | 8 | 4 | 6 | 34 - 30 | +4 | 28 |
5. Vestri | 18 | 8 | 2 | 8 | 19 - 17 | +2 | 26 |
6. Fram | 18 | 7 | 4 | 7 | 28 - 25 | +3 | 25 |
7. FH | 18 | 6 | 4 | 8 | 31 - 27 | +4 | 22 |
8. KA | 18 | 6 | 4 | 8 | 18 - 32 | -14 | 22 |
9. ÍBV | 18 | 6 | 3 | 9 | 16 - 25 | -9 | 21 |
10. KR | 18 | 5 | 5 | 8 | 39 - 41 | -2 | 20 |
11. Afturelding | 18 | 5 | 5 | 8 | 21 - 27 | -6 | 20 |
12. ÍA | 18 | 5 | 1 | 12 | 20 - 39 | -19 | 16 |
Athugasemdir