Sænski framherjinn Alexander Isak virðist hafa brennt allar brýr að baki sér þegar það kemur að vinnuveitanda hans, Newcastle United, en það er oft ávísun á það þegar stuðningsmenn eru byrjaðir að kveikja í treyjum leikmanna.
Isak ætlar ekki að snúa aftur í Newcastle-liðið og ekki farið neitt sérstaklega leynt með það.
Hann neitar að æfa með liðinu og er þá fluttur út af heimili sínu í Newcastle.
Svíinn er að reyna þvinga Newcastle að selja hann til Liverpool og samkvæmt erlendu miðlunum er nýtt tilboð væntanlegt eftir að Newcastle hafnaði fyrsta tilboði upp á 110 milljónir punda.
Það hefur alltaf verið í tísku hjá stuðningsmönnum sem eru ósáttir við leikmenn að kveikja í merktum treyjum þeirra og nú er það 'trend' farið af stað með Isak, en einn stuðningsmaður Newcastle sást kveikja í treyjunni á samfélagsmiðlinum TikTok.
Newcastle er að reyna allt sem það getur til að finna framherja í stað Isak og samkvæmt blaðamanninum Craig Hope er Isak að reyna að pressa á félagið til að halda þeirri leit áfram svo hann fái sínu framgengt.
Nicolas Jackson, Jörgen Strand Larsen, Yoane Wissa og Samu Aghehowa eru meðal þeirra framherja sem Newcastle er að skoða.
Video on TikTok of a Newcastle fan burning an Alexander Isak shirt. pic.twitter.com/zFeFZ9AlIO
— Geordie Josh (@geordiejosh) August 12, 2025
Athugasemdir