Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 13:24
Elvar Geir Magnússon
Erlendur varnarmaður í KR (Staðfest)
Michael Akoto.
Michael Akoto.
Mynd: KR
KR hefur kynnt nýjan leikmann en um er að ræða Michael Akoto, varnarmann sem var hjá AGF í Danmörku.

Mikil umræða hefur verið um þörf KR á að styrkja varnarleik sinn en liðið hefur fengið á sig 41 mark og er markatölunni frá því að vera í fallsæti í Bestu deildinni.

Akoto fæddist í Gana en er með þýskan ríkisborgararétt. Hann lék í Þýskalandi og var hjá Dynamo Dresden áður en hann hélt til AGF.

Á síðasta tímabili lék hann sex leiki í dönsku úrvalsdeildinni en var mikið á meiðslalistanum. Carsten V. Jensen íþróttastjóri AGF sagði þegar leiðir skildu að Akoto væri klárlega öflugur varnarmaður þó vera hans hjá félaginu hafi ekki orðið eins og óskað væri eftir.

Hann spilaði 57 leiki og skoraði tvö mörk í B- og C-deild Þýskalands með Dynamo Dresden.

Næsti leikur KR er útileikur gegn Fram á mánudagskvöld. Fyrr í glugganum hefur KR fengið Amin Cosic frá Njarðvík, Arnar Frey Ólafsson frá HK, Orra Hrafn Kjartansson frá Val og Galdur Guðmundsson frá Horsens.

Tilkynning KR:

Michael Akoto (1997) hefur skrifað undir samning við félagið út tímabilið 2027! Michael Akoto er þýskur varnarmaður sem var síðast á mála hjá AGF í dönsku fyrstu deildinni.

Við hlökkum mikið til að sjá Michael Akoto á vellinum og bjóðum hann velkominn í KR!
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Valur 18 11 4 3 46 - 24 +22 37
2.    Víkingur R. 18 9 5 4 33 - 24 +9 32
3.    Breiðablik 18 9 5 4 30 - 24 +6 32
4.    Stjarnan 18 8 4 6 34 - 30 +4 28
5.    Vestri 18 8 2 8 19 - 17 +2 26
6.    Fram 18 7 4 7 28 - 25 +3 25
7.    FH 18 6 4 8 31 - 27 +4 22
8.    KA 18 6 4 8 18 - 32 -14 22
9.    ÍBV 18 6 3 9 16 - 25 -9 21
10.    KR 18 5 5 8 39 - 41 -2 20
11.    Afturelding 18 5 5 8 21 - 27 -6 20
12.    ÍA 18 5 1 12 20 - 39 -19 16
Athugasemdir
banner