Man City gæti boðið í Rodrygo - Forest að fá McAtee - Tottenham þreifar á Eze
   þri 12. ágúst 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Vilja 50 milljónir fyrir Kevin
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fulham er búið að leggja fram nýtt tilboð í brasilíska kantmanninn Kevin sem er samningsbundinn úkraínska stórveldinu Shakhtar Donetsk.

Kevin er 22 ára gamall og hefur komið að 26 mörkum í 55 leikjum með Shakhtar eftir félagaskipti sín frá Palmeiras fyrir einu og hálfu ári síðan.

Shakhtar borgaði 15 milljónir evra til að kaupa leikmanninn frá Brasilíu en núna vill félagið fá 50 milljónir til að selja hann áfram.

Kevin er ennþá með þrjú og hálft ár eftir af samningi og ætlar Shakhtar ekki að veita neinn afslátt á leikmanninum þar sem Ítalíumeistarar Napoli hafa einnig verið að sýna honum mikinn áhuga.

Félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano segir að nýjasta tilboð Fulham hljóði upp á 37 milljónir evra auk árangurstengdra aukagreiðslna.

Fulham er einnig í viðræðum við Arsenal um kantmanninn Reiss Nelson.

   07.08.2025 07:00
Shakhtar hafnaði tilboði Fulham í Kevin

Athugasemdir
banner