Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 12. september 2020 14:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alex Morgan í Tottenham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Úrvalsdeild kvenna í Englandi er alltaf að verða sterkari og sterkari með komu fleiri leikmanna í hæsta klassa.

Tottenham hefur heldur betur fengið góðan liðsstyrk því Alex Morgan er búinn að skrifa undir samning við félagið út yfirstandandi tímabil.

Hin 31 árs gamla Morgan er tiltölulega nýbúin að eignast barn og fer hún til Tottenham til að reyna að koma sér í leikform.

Orlando Pride, félag hennar í Bandaríkjunum, er ekki að fara að spila mikið næstu mánuði og leit hún á það þannig að það væri sniðugast að fara til Englands þar sem mikið verður af leikjum.

Morgan er tvöfaldur heimsmeistari með Bandaríkjunun og ein vinsælasta fótboltakona í heimi.

Tottenham hafnaði í sjöunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner